Sveitar­­fé­lagið Skagafjörður dæmt fyrir að brjóta á tón­listar­­kennurum

Ráðhúsið á Sauðárkróki.MYND:SKAGAFJÖRÐUR
Ráðhúsið á Sauðárkróki.MYND:SKAGAFJÖRÐUR

Samvæmt frétt á visir.is  segir að Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið hefur verið dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra.

Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir óku milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð. 

Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu.

„Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ þetta kemur fram í niðurstöðukafla dómanna en þá má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir