Svavar Knútur fór á kostum í kirkjunni

Það var notaleg stund sem kirkjugestir áttu í Sauðárkrókskirkju síðastliðinn skírdag þegar söngvaskáldið Svavar Knútur gladdi áheyrendur með spili og söng og ekki síður skemmtilegu spjalli milli laga. Svavar Knútur lék við hvern sinn fingur í þétt setinni kirkjunni en um 160 manns sóttu kirkjuna heim.

Í hléi gafst kirkjugestum færi á að ganga til altaris og minnast atburða skírdagskvölds, brauð úr Sauðárkróksbakaríi var brotið og bergt á vínberjum.

Svavar Knútur flutti fjölda laga, bæði gömul og ný og má þar nefna Draumalandið, Næturljóð úr fjörðum, Dansa og Clementine. Hann bað fólk um að vera ófeimið við að syngja með sér og var sannarlega góð stemning í kirkjunni og létu gestir vel í sér heyra þegar við átti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir