"Súpufundur" um atvinnumál, aðstoð og ráðgjöf á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og SSNV atvinnuþróun bjóða til "súpufundar" um atvinnumál, aðstoð og ráðgjöf sem fyrirtækjum og frumkvöðlum stendur til boða.
Tilgangurinn er að kynna þau "verkfæri" sem nota má að ráða til að efla rekstur fyrirtækja sinna eða byggja upp ný.
Fundurinn verður haldinn í Bjarmanesi fimmtudaginn 12. mars kl. 12 til 13. Dagskráin verður sem hér segir og eru dagskrárliðir aðeins fimm mínútur hver að undanskildum umræðum:
Uppbygging á Skagaströnd: Halldór Ólafsson formaður atvinnumálanefndar
Sótt á markað: Sigurður Sigurðarson, markaðs- og atvinnuráðgjafi Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Atvinnuþróun: Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri SSNV
Stuðningur við sérstök verkefni: Líney Árnadóttir, forstöðukona Vinnumálastofnunar á Skagaströnd
Vaxtarsamningur: Hjördís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vaxtarsamningsins Norðurlands vestra
Menningarráð: Ingibergur Guðmundsson, menningarfulltrúi Norðurlands vestra
Fyrirspurnir og umræður
Á fundinum verðu dreift hagnýtum upplýsingum sem byggðar eru á erindunum. Heimild: www.skagastrond.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.