Sumri fagnað á Hvammstanga

Kirkjukór Melstaðarprestakalls fagnaði sumrinu við sjúkrahúsið á Hvammstanga. Mynd:hunathing.is
Kirkjukór Melstaðarprestakalls fagnaði sumrinu við sjúkrahúsið á Hvammstanga. Mynd:hunathing.is

Íbúar Húnaþings vestra kveðja veturinn án saknaðar enda hefur hann verið þeim erfiður fyrir margra hluta sakir. Sú hefð hefur verið við lýði á Hvammstanga allt frá árinu 1957 að Vetur konungur afhendi Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti eftir skrúðgöngu íbúa um staðinn. Engin hátíðahöld voru þar í gær en kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti mætti við sjúkrahúsið og söng fyrir íbúa Nestúns í blíðunni.

„Nú kveðjum við veturinn ekki með söknuði þó, en reynslunni ríkari.  Um leið og við fögnum sumarkomu fögnum við þeim árangri sem við höfum náð í baráttu við veiruna skæðu.  Nú er enginn í einangrun né sóttkví í sveitarfélaginu og þennan árangur ber að þakka íbúum sem hafa sýnt þrautseigju og samstöðu um að komast fyrir það hópsmit sem kom upp í sveitarfélaginu. 
Í dag féllu niður hátíðarhöld sumardagsins fyrsta á Hvammstanga, en allt frá  árinu 1957 hefur Vetur konungur afhent Sumardísinni veldissprota sinn með táknræum hætti. Og sumarið heilsaði með fallegum degi. Í blíðviðrinu komu kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti  til Hvammstanga og sungu fyrir utan sjúkrahúsið og fyrir íbúa Nestúns nokkur sumar og vorlög til að fagna hlýju og hækkandi sól,“ sagði á vef Húnaþings vestra í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir