Sumarmót UMSS

Sunnudaginn 12. júlí sl. var sumarmót UMSS í frjálsum íþróttum haldið á Sauðárkróki. Keppendur og áhorfendur fengu blíðskaparveður og voru keppendur 21 talsins frá aldrinum 12 ára og upp í fullorðinsflokk.

Keppt var í 100 m, 200 m  og 400 m hlaupum ásamt kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og langstökki. Keppendur stóðu sig með stakri prýði og náðu góðum árangi, en Daníel Þórarinsson UMSS bætti sinn persónulega árangur í 100 m hlaupi,  200 m hlaupi og í 400 m hlaupi. Mótið tóks mjög vel til og það er liður í undirbúningi hjá starfsfólki mótsins í mótahaldi og fleira en UMSS heldur Meistaramót Íslands 15-22 ára dagana 15.-16. ágúst nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir