Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
24.04.2024
kl. 14.50
Í Húnaþingi vestra hefur sumardagurinn fyrsti verið haldinn hátíðlegur allt frá árinu 1957 og í ár verður engin breyting á því þegar félag eldri borgara í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00.
Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00. Gengið verður niður að Félagsheimili með viðkomu á Sjúkrahúsinu. Að lokinni skrúðgöngu verður boðið til hátíðar í Félagsheimilinu. Þar afhendir m.a. Vetur konungur Sumardísinni veldissprota sinn. Börn úr fyrsta og öðrum bekk grunnskólans skemmta með söng.
Öllum er síðan boðið í sumarkaffi. Á eftir verða spilaðar nokkrar umferðir í bingó þar sem glæsilegir vinningar eru í boði.
Öll dagskráin er ókeypis og bíður Félag eldri borgara í Húnaþingi alla hjartanlega velkomna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.