Sumar T.Í.M. á enda

Nú er sumarstarfi barnanna í Sumar T.Í.M að ljúka þetta sumarið en þátttakan var vonum framar. Rúmlega 260 börn á aldrinum 5-12 ára skráðu sig í íþróttir og/eða námskeið í gegnum Sumar T.Í.M. á Sauðárkróki.

Að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar verkefnisstjóra Sumar T.Í.M. gekk sumarið mjög vel fyrir sig og var mikið fjör eins og má sjá á meðfylgjandi myndum og myndbandi sem komið er inn á YouTube og hægt að nálgast HÉR.

-Starfsmenn Sumar T.Í.M. þakka börnum, foreldrum, námskeiðshöldurum og íþróttadeildum Tindastóls fyrir samstarfið og sjáumst við hress og kát næsta sumar, segir Ingvi Hrannar kátur eftir sumarið.

   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir