Styttist í Unglingalandsmót
Nú líður senn að Unglingalandsmóti í Borgarnesi sem fram fer um verslunarmannahelgina. Vegna fjölda körfuboltakeppanda hefst keppni á fimmtudaginn 29. júlí. Það má því búast við því að mótsgestir taki að streyma í Borgarnes strax á miðvikudegi.
Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Skallagrímsgarði eftir hádegi alla daga. Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki, upplestur og barnabíó fyrir yngri börnin og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða kvöldvökur haldnar við tjaldsvæðið öll kvöld og þar verður varðeldur á fimmtudagskvöldi og flugeldasýning á sunnudagskvöldi. Öll þessi dagskrá er endurgjaldslaus fyrir mótsgesti.
Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu og vill
UMSS vekja athygli á því að þeir sem skrá sig á Unglingalandsmótið hjá UMSS greiða 3.000 kr. Lagt er inn á reikning 0310-26-1997, kt. 670269-0359, og kennitala barnsins sett í skýringar á greiðslu.
Auk þess þurfua upplýsingar um hversu margir gista á tjaldsvæði og hvort fólk sé með tjald, fellihýsi, tjaldvagn eða húsbíl, til að tryggja að UMSS verði úthlutað nægilega stóru svæði.
Keppnisdagskrá er hægt að nálgast HÉR
Nokkrir UMSS gallar eru enþá til ef fólk hefur áhuga á því
Tekið er á móti skráningum í umss@simnet.is, í gegnum síma 453-5460 eða á skrifstofu okkar að Víðigrund 5 á skrifstofutíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.