Styrkir til úrbóta í umhverfismálum í Skagafirði

Alls bárust Ferðamálastofu 213 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári, sem er 40% fjölgun á milli ára. Vinnu við yfirferð umsókna er lokið og hlutu 108 verkefni styrk að þessu sinni.

Tvö verkefni á vegum Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði hlutu styrki og þá hlaut sameiginleg umsókn Fjallabyggðar, Dalvíkur og Skagafjarðar náð fyrir augum Ferðamálastofa.

Það verkefni tengist útivistarleiðum um Tröllaskaga og fengust 500 þúsund krónur til þess verkefnis. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði fékk 250 þúsund vegna verkefnisins Aðgengi að sögustöðum í Akrahreppi og sömuleiðis fengust 250 þúsund krónur í verkefnið Leiðsögn um Flugumýri.

Nánar má lesa um þá sem hlutu styrki á síðu Ferðamálastofu >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir