Stuðningur við Eydísi Ósk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.04.2009
kl. 08.38
Eydís Ósk Indriðadóttir, frá Grafarkoti í Vestur Hún, veiktist alvarlega af heilahimnubólgu um páskana. Hún hefur legið á sjúkrahúsi í Reykjavík síðan þá. Hún sýnir merki um bata en er enn mjög veik. Óvíst er hvenær hún verður aftur fær um að sinna námi, störfum og litlu dóttur sinni.
Eydís er einstæð móðir og hefur stundað nám á Hvanneyri sl. 2 ár. Reikningarnir hætta ekki að berast þrátt fyrir að fólk geti ekki stundað nám eða vinnu um tíma og þess vegna væri það mikill stuðningur við þær mæðgur ef þeir sem eru aflögu færir geta styrkt þær með fjárframlagi, sama hver upphæðin er.
Reikningur Eydísar er nr. 1105-05-401159 kt. 071182-4289
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.