Strembin "létt" æfing hjá Blöndufélögum

Nokkrir félagar á Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi héldu á sunnudag í frjálsa æfingu út á Skaga þar sem þeir hittu félaga í björgunarsveit Skagstrendinga.

Farið var á Hagglunds snjóbílnum og þremur vélsleða auk þess sem aukalega komu  tveir aðrir sleðamenn. Ferðin gekk ágætlega þrátt fyrir smá festur á vélsleðum og snjóbíllinn færi á flot í hyl einum í Hallárdal.  Við fyrstu sýn áttu menn ekki von á að 8 tonna snjóbíllinum yrði bjargað nema með einhverjum stærðar tækjum en svo kom það í ljós að þetta þunga hernaðartæki flaut eins og bátur og með smá klækjum tókst að draga hann á þurrt.

http://www.youtube.com/watch?v=4xQTFpkYQC0Hérna má sjá video á YouTube af bátnum Hagglund - VIDEO
Þegar snjóbíllinn var komin á land ákváðu vélsleðamennirnir að færa sig yfir á Öxnadalsheiði í von um meiri og betri snjó.  Þegar þangað var komið var nokkuð blint en samt reynt að komast uppá heiði, það gekk hins vegar ekki vel þar sem þekking á svæðinu var lítil og snjórinn 1/2 meters púður og skyggnið bara nokkrir metrar sem orsakaði að nokkrar festur tóku alla orku úr mönnum og því var ákveðið að snúa heim á leið enda klukkan að verða margt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir