Strandveiðinni lauk á þriðjudaginn

Á Skagaströnd hjálpast allir að. Mynd tekin hjá Skagastrandarhöfn.
Á Skagaströnd hjálpast allir að. Mynd tekin hjá Skagastrandarhöfn.

Síðasti dagur strandveiða var á þriðjudaginn en í ár var heimilt að veiða 12.000 tonn af þorski á handfæri frá 2. maí og átti tímabilið að standa út ágúst. En samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu standa eftir 103 tonn af óslægðum. Rúmlega 380 tonnum var landað á síðasta degi og miðað við fyrirliggjandi gögn hefði umframafli geta orðið talsverður ef lokun strandveiða hefði ekki orðið, segir á ruv.is. 

Á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar lönduðu síðustu strandveiðibátarnir eldsnemma á miðvikudagsmorgninum í þokuslæðingi og byrjuðu menn strax að þrífa, dæla, mála og gera bátana fína eftir sull sumarsins. Þá segir einnig að fróðir menn telji að Bárður (2019) sé yngsti og Hafrún (1956) sé elsti dagnótabáturinn á landinu og væri gaman að vita hvort það sé rétt. Í gær lenti svo Hafrúnin í smá bileríi þegar glussarör/slanga fór en þrátt fyrir það landaði hún góðum afla. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir