Strákarnir okkar án kana á morgun
Karfan.is segir frá því að Tindastólsmenn munu tefla fram alskagfirsku liði á morgun þegar þeir heimsækja Breiðablik í Smárann í úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Bandaríkjamaðurinn Alphonso Pugh meiddist í leiknum við Keflavík í gærkvöldi og verður ekki meira með í vetur.
Það er því ljóst að það verður alskagfirskt lið sem Tindastóll teflir fram á morgun og spennandi að sjá hvort skagfirskahjartað er nógu sterkt í drengjunum til að slá þá grænu úr Kópavoginum og komast í úrslitakeppnina en það yrði jafnframt fyrsti sigur Tindastóls síðan 15. janúar.
Það ku vera gott ráð við timburmönnum að fara á körfuboltaleik og því skorar Feykir.is á alla sem voru á Skagfirðingakvöldi að mæta og styðja við bakið á strákunum okkar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.