Stólarnir tóku öll völd á lokakaflanum í Þorlákshöfn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
16.11.2024
kl. 02.31
Tindastóll gerði góða ferð í Þorlákshöfn í gærkvöldi en þar mætti liðið sprækum Þórsurum. Í kaffistofu Kjarnans á Króknum óttuðust menn nokkuð leikinn, enda sígilt að Stólarnir mæti særðum heimamönnum eftir að Þórsarar hafa fengið skell og þannig var það að þessu sinni. Heimamenn fóru enda kröfuglega af stað en þegar Stólarnir hnikluðu vöðvana þegar á leið þá var ekki sama hjartað í Þórsurum og vanalega. Eftir jafnan leik tók lið Tindastóls öll völd í fjórða leikhluta, vann leikhlutann 9-31 og leikinn 78-101.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.