Stólarnir lögðu Skallana í Lengjubikarnum

Tindastóll TV sýndi beint frá leik Stólanna og Skallagríms á Borgarnesi. Mynd/Skjáskot úr myndskeiði.
Tindastóll TV sýndi beint frá leik Stólanna og Skallagríms á Borgarnesi. Mynd/Skjáskot úr myndskeiði.

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega í fyrsta leik tímabilsins, í Lengjubikar karla, sem fór fram á Borgarnesi í gærkvöldi. Það var sprettur Stólanna í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn og úrslit urðu  86-106.

Flest stig fyrir Stólanna skoraði Darrel Lewis eða 17 stig en Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 26 fyrir Skallana.

Stigaskor Stólanna: Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Sigurður Páll Stefánsson7, Pétur Rúnar Birgisson 14, Finnbogi Bjarnason 4, Svavar Atli Birgisson 15, Pálmi Geir Jónsson 13, Viðar Ágústsson 2, Darrel Keith Lewis 17, Helgi Rafn Viggósson 15 og Darren Townes 10.

Næsti leikur Tindastóls er gegn FSU nk. fimmtudagskvöld í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir