Stofnun íbúa- og átthagafélags Fljótamanna

Í kvöld kl. 20:30 verður stofnfundur íbúa- og átthagafélags Fljótamanna haldinn á Ketliási í Fljótum. Markmið félagsins er að efla tengsl og kynni íbúa, sumarhúsaeigenda, brottfluttra Fljótamanna og annarra sem rekja ættir sínar eða önnur tengsl til sveitarinnar og vilja vinna að eflingu Fljótanna.

Tilgangur félagsins er jafnframt að viðhalda þeirri félagsmenningu sem þróast hefur í Fljótum í gegnum tíðina og auka  samhug og samheldni  félagsmanna. Félagið er áhugamannahópur sem fyrst og fremst er ætlað að vera farvegur smærri  verkefna sem auðga mannlífið í Fljótum.

Félagar geta allir orðið sem áhuga hafa á sögu, menningu og lífsháttum í Fljótum og/eða telja sig vera Fljótamenn á einhvern hátt.

Félagið er grasrótarhreyfing þar sem allir geta komið að með hugmyndir að góðum verkefnum.

Félagið mun halda úti heimasíðu þar sem upplýsingum um viðburði verður komið á framfæri. Heimasíðunni er jafnframt ætlað að vera miðill fyrir sögu og menningu Fljóta fyrr og nú og hýsa ýmis konar fróðleik og sögur sem til eru í munnmælum og í skráðum heimildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir