Stöðvun fjárnáms og nauðungauppboða heimila

Aðgerðaríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur nú þegar á fáum dögum sett mark sitt á stjórnun landsins.

Ríkisstjórn VG og Samfylkingar setti  fram ákveðna og skilgreinda verkefnaáætlun, bráðaðgerðir,  sem þessir flokkar með stuðningi Framsóknar ætla að hrinda í framkvæmd á þeim stutta tíma sem er til kosninga.  Þar ber hæst aðgerðir til að vernda stöðu heimilanna og fjölskyldna í landinu.

Brýnt er að sett verði nú þegar lög sem komi tímabundið í veg fyrir fjárnám  og nauðungaruppboð á íbúðarhúsnæði fólks meðan unnið er að því að móta aðgerðir til lausnar þessum málum til lengri tíma. 

Mikilvægt er að þessar aðgerðir nái ekki aðeins til íbúðareigenda og fólks í þéttbýli vítt og breytt um landið   heldur einnig til  einyrkja í atvinnurekstri, bænda og annarra  íbúa í sveitum landsins  þar sem samtvinnuð geta verið veð og skuldir  á íbúðarhúsum, landi og mannvirkjum til búrekstrar eða annarrar atvinnustarfsemi.

 Frumvarp  til laga um greiðsluaðlögun fyrir þá sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að greiða af skuldbindingum sínum er  nú  einnig til afgreiðslu hjá Alþingi.

Brýnt er að þær heimildir og aðgerðir sem þar eru lagðar til m.a.  fyrir íbúðareigendur, nái einnig til  einyrkja í atvinnurekstri  sem og bænda á bújörðum og annarra  sem búa við svipaðar aðstæður hvað  íbúðarhúsnæði og atvinnurekstur varðar.

 

    

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir