Stígandi ehf. segir upp öllum starfsmönnum sínum

Stjórn Stíganda ehf. kom saman til fundar laugardaginn 28. febrúar sl. og ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp störfum með samningsbundnum uppsagnarfresti. Ástæðan er mikil óvissa um verkefni og rekstarargrundvöll félagsins vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í íslensku efnahagslífi.

 

Vinna við endurskipulagningu rekstursins með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna á mörkuðum stendur yfir og stjórnendur vona einlæglega að ekki þurfi að koma til þess að uppsagnirnar taki gildi.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir