Stefnt að ræktun á rabarbara innanhúss í Húnaþingi vestra

Rabarbari á bretti. MYND: PEXELS.COM
Rabarbari á bretti. MYND: PEXELS.COM

Í Húnaþingi vestra er hafin uppbygging á innanhússræktun á rabarbara í Húnaþingi vestra. Í frétt í Morgunblaðinu segir að engin dæmi séu um að þessi ræktunaraðferð hafi áður verið notuð hérlendis. Friðrik Már Sigurðsson og fyrirtæki hans Framhugsun ehf. fara fyrir verkefninu sem hlaut nýverið styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu verður rabarbar­inn ræktaður í myrkvuðu um­hverfi og með þeirri aðferð er stefnt að því að auka sæt­leika, lit og bragðgæði stöngl­anna. Einnig næst fram lengri upp­skeru­tími með auknu magni og meiri gæðum afurðanna,“ segir í fréttinni.

Reiknað er með að auk­in gæði rabarbar­ans opni ný tæki­færi til verðmætr­ar nýt­ing­ar, svo sem í mat­væla- og drykkjar­fram­leiðslu.

Sjá nánar á mbl.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir