Stefnir í metþátttöku í Sumar T.Í.M.
feykir.is
Skagafjörður
15.05.2009
kl. 08.35
Mikil aðsókn er í Sumar T.Í.M. tómstundir, íþróttir og menningu fyrir börn fædd 2003-1997. Námskeiðin hefjast 8.júní og standa yfir í 8 vikur , eða til 31.júlí. Í boði eru 9 íþróttagreinar og yfir 20 námskeið.
Skráningu lýkur mánudaginn 18.maí, sótt er um rafrænt inn á tim.skagafjordur.is .Einnig er hægt að komast inn á umsóknareyðublöð í gegnum Feyki.is. Ef upp koma vandamál er hægt að fá aðstoð í Húsi frítímans milli kl. 12.30-15.00 daglega. Einnig í síma 4556109.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.