Stefnir í fölmennasta unglingalandsmót frá upphafi
13. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina í Borgarnesi. Að sögn Ómars Braga Stefánssonar framkvæmdastjóra mótsins stefnir í að þetta mót verði það fjölmennasta frá upphafi hvað keppendur áhrærir. Mótið hefst í dag í körfuknattleik.
Fyrra met var slegið á Sauðárkróki í fyrra þegar þátttakendur voru 1500 og heildargestafjöldi um 10-12 þúsund. Mótin þar áður voru þátttakendur um 1000 talsins.
,,Það lítur út fyrir metþátttöku en um 1700 skráningar hafa borist. Undirbúningur er á lokastigi en mikil vinna hefur verið hjá sérgreinastjórum og öðrum að gera allt klárt fyrir mótið. Það er alveg ljóst að til Borgarness mun leggja leið sína fjöldi gesta,“ sagði Ómar Bragi Stefánsson á vef UMFÍ.
Fólk er kvatt til að byrja á því að fara í Móttökuna og ná í gögnin sín t.d. armbönd og fá allar upplýsingar er varða mótið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.