Stefán Ingi í Eldhúsi meistaranna

Á sjónvarpsstöðinni ÍNN eru sýndir margir góðir þættir og þar á meðal er Eldhús meistaranna. Magnús Ingi Magnússon meistarakokkur á Sjávarbarnum skyggnist þar bakvið tjöldin á flottustu veitingahúsum landsins og í einum þættinum heimsótti hann Skagfirðinginn Stefán Inga Svansson.

Stefán Ingi Svansson (sonur Öbbu og Svans heitins Jóhannssonar á Króknum) er yfirkokkur í Veisluturninum í Kópavogi og þykir framúrskarandi matreiðslumaður.  Það væri tilhlýðilegt fyrir alla Skagfirðinga að kíkja upp á hæstu hæðir Turnsins og fá sér í svanginn næst þegar borgin verður heimsótt. Í þættinum á ÍNN eldar Stebbi Austurlenskt lostæti sem vert er að kíkja á og prófa í eldhúsinu heima.

Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir