Stefán Haraldsson nýr atvinnuráðgjafi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.03.2009
kl. 14.17
Stefán Haraldsson hefur verið ráðinn í starf atvinnuráðgjafa hjá SSNV atvinnuþróun í Austur- Húnavatnssýslu. Stefán er 51 árs gamall véltæknifræðingur að mennt og hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu.
Hann hefur m.a starfað sem verkefnisstjóri við byggingu tónlistarhúss í Reykjavík, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs og deildarstjóri hjá Ístak auk þess sem hann hefur starfað í Danmörku. Þá hefur Stefán verið virkur þáttakandi í Bandalagi íslenskra farfugla um langa hríð og hefur m.a gengt stjórnarformennsku í því félagi. Stefán er kvæntur Guðrúnu Indriðadóttur lyfjafræðingi og leirlistakonu og eiga þau tvö börn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.