Starfsmenn KS Kjötvinnslu á skíðum
feykir.is
Skagafjörður
06.02.2009
kl. 11.25
Fyrsta fyrirtækið sem tók þeirri áskorun að mæta á skíði í Tindastól var Sláturhús KS. Starfsmenn Sláturhúss KS mættu á skíði síðastliðið föstudagskvöld og skemmtu sér alveg prýðilega.
Ekki er hægt að segja annað en menn hafi sýnt snilldar takta og alveg víst að þarna leynast miklar skíðahetjur.
Þarna var fólk sem lét sig dreyma um brettabrun og aðrir sem skelltu sér á gönguskíði og svo þeir sem fóru á svigskíði. Allt er þetta liður í því að fá ferskt loft í lungun og hafa gaman af lífinu. Það vanntaði ekki stemninguna í þennan vinnuhóp. Þeir hjá Kjötafurðastöðinni skora á önnur fyrirtæki að skella sér á skíði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.