Starfsmaður N1 látinn fara eftir líkamsárás
Á fréttavefnum mbl.is segir að starfsmanni N1 á Blönduósi hefur verið sagt upp eftir að hann réðst á annan karlmann á bensínstöðinni á vinnutíma sl. sunnudag. Um er að ræða tvo kunningja en málið er komið á borð lögreglu. Þetta staðfestir Jón Viðar Stefánsson, forstöðumaður einstaklingssviðs N1, í samtali við mbl.is. „Þeir þekkjast. Þetta er svona persónulegur harmleikur á milli mannanna,“ segir Jón.
Lögregla gerði fyrirtækinu grein fyrir atvikinu og var farið yfir myndefni úr öryggismyndavélum N1. Þar sést að starfsmaðurinn hafi kýlt manninn. Samkvæmt heimildum mbl.is þá fór maðurinn á sjúkrahúsið á Akureyri af sjálfsdáðum eftir árásina og er búið að leggja fram kæru til lögreglu vegna málsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.