Starfsemi hafin í Húsi frítímans

Hús frítímans á eftir að verða glæsilegur samkomustaður fólks á öllum aldri

Verið er að leggja lokahönd á frágang við endurbætur á húsinu að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki þar sem Hús frítímans verður til húsa.

 

Nú þegar er komin aðstaða fyrir tómstundastarf í öðrum helmingi hússins og farið af stað starf fyrir eldri borgara, unglinga og ungt fólk eldra en 16 ára. Frá og með 16. febrúar verður allt húsið tekið í notkun. Húsið er 416m2 að stærð, þar eru tveir  150m2 fjölnota salir, tónlistarherbergi, föndurherbergi, cósý-herbergi og önnur góð rými.

Allir eru velkomnir í Hús frítímans og er sérstaklega óskað eftir því að hópar sem vilja komast inn með sína starfsemi hafi samband við forstöðumann, Ivano Tasin í síma 6604634 og/eða á netfangið husfritimans@skagafjordur.is

Húsið verður opið fyrir alla, fjölrými er í boði fyrir sérstaka starfsemi og námskeið en fyrsta reglan er að virða alla hópa sem koma í húsið. Hægt verður að koma í klúbbastarf , kórastarf, fara á netið, hlusta á eða æfa tónlist, horfa á íþróttir, tala við ráðgjafa, fá sér kaffi, spila bingó, dansa, chilla, föndra, smíða, spila, spjalla, tefla, lesa, fara í pool, og önnur leiktæki fyrir börn og fullorðna, og margt fleira sem þó er ekki alltaf bundið við Húsið; til dæmis klúbbar, gönguhópur, sundhópur, skíði og fleira.

 Hús Frítímans verður opið frá og með 16.febrúar

 

 

frá kl.10—16,30  mánudaga

kl. 10—22 þriðjudaga til fimmtudaga

kl. 10—23 föstudaga

helgaropnun fer eftir þörfum og óskum eftir kl. 12.30 á daginn

 

 Verður allt í Húsinu ?

Hús frítímans verður aðal bækistöð frítímastarfsins þar sem áhugamál tengir fólk saman frekar en aldur.  Starfsemin getur verið á fleiri stöðum og óþarfi að búa þar til eitthvað sem þegar er til. Nú þegar er til góð tónlistar-og leiklistaraðstaða, bókasafn, föndur-og smíðastofur, íþróttaaðstaða og svo mætti lengi telja. Í Húsi frítímans á að vera hægt að hittast, kynnast, spjalla og fræðast í góðum félagsskap. Mikið er lagt uppúr  samvinnu við skóla og  félög á vettvangi frítímans.

Frístundastrætó fyrir unglinga og eldri borgara fer á föstudögum á Sauðárkróki frá Hofsósi, Hólum og Varmahlíð. Ferðir verða einnig í Tindastólinn. Þá tengist íþróttahreyfingin inní framboðið auk klúbbastarfs í Húsi Frítímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir