Stærðfræðiþrautir - vinningshafar og lausnir

Nú er búið að fara yfir og dregið úr réttum lausnum í stærðfræðiþrautum vikunnar hjá Höfðaskóla á Skagaströnd. Þrautirnar hafa notið mikillar vinsælda enda skemmtilegar.
Vinningshafarnir eru:
Laufey Lind Ingibergsdóttir 2. bekk
Sigurbjörg Birta Berndsen 7. bekk
Lilja Bjarney Valdimarsdóttir 10.bekk

Þær hljóta að launum gjafabréf í Kántrýbæ.

Á yngsta stigi var spurt á hve marga vegu Stína gæti klætt sig í 3 buxur, 3 boli og 4 peysur. Hún getur klætt sig á 21 mismunandi vegu.

Á miðstigi voru nemendur beðnir að setja inn 3 +/- merki inn í talnarunu þannig að útkoman væri 100. Lausnin er t.d 123-45-67+89 = 100

Á unglingastigi var spurt um meðallengd laga sem Ása söng inn á geisladisk. Þau eru að meðaltali 3 mín. og 20 sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir