Stærðfræðiþrautir frá Höfðaskóla
Stærðfræðiþrautirnar frá Höfðaskóla á Skagaströnd hafa verið vinsælar að eiga við. Nú fáum við að láni eina þraut sem ætluð er nemendum í 5. – 7. bekk.
Jón bóndi á hesta og hænur. Alls á Jón 85 dýr og hafa þau alls 244 fætur.
Hve marga hesta og hve margar hænur á Jón?
Á heimasíðu skólans er að finna kynningu á Stærðfræðileikar www.leikar.net þar er sagt að stærðfræðikennarar Laugalækjaskóla í samstarfi við tungamálaver sama skóla hafa sett af stað stærðfræðileika.
Stærðfræðileikarnir fara þannig fram að í hverri viku frá 2. mars og fram að páskum(á mánudögum og fimmtudögum) birtast á vef leikjanna www.leikar.net tvo ný verkefni sem nemendur hafa viku til að leysa og skila.
Auk þess sem eitt verkefni stendur yfir allan tímann, en það reynir á hugmyndaflug nemenda og sköpun. Nemendur skrá sig á vef stærðfræðileikanna til að taka þátt og fá aðgangsorð sem þeir nota til að senda inn lausnir verkefna. Veitt verða einstaklingsverðlaun í yngri og eldri flokkum.
Skráning hefst í lok febrúar. Síðasti dagur til að skrá sig og taka þátt öllum verkefnum er 9. mars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.