Stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar
Föstudaginn 17. apríl fór fram stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í tólf ár.
Undankeppni stærðfræðikeppninnar fór fram 18. mars og tóku 110 nemendur af Norðurlandi vestra þátt í henni. Að þessu sinni komust 16 nemendur í úrslitakeppnina. Af þeim voru 4 frá Grunnskóla Húnaþings vestra, 1 frá Varmahlíðarskóla, 4 frá Árskóla, 3 frá Grunnskóla Siglufjarðar og 2 frá Grunnskólanum á Blönduósi og 2 nemendur frá Húnavallaskóla.
Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu.
Kennarar í stærðfræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni.
Verðlaunaafhending fór fram á sal skólans að viðstöddu fjölmenni.
Kór FNV söng nokkur lög og hljómsveitin Fúsaleg Helgi flutti m.a. lagið Ferðalag.
Um veitingar sá starfsbraut skólans.
Verðlaunin voru vegleg að vanda:
1. sæti
Canon PowerShot A480 myndavél. Gefandi er Sense ehf.
Eignarbikar frá KLM verðlaunagripum
5000 kr. í peningum
Bókin “Og ég skal hreyfa jörðina” eftir Jón Þorvarðarson
Casio fx-9750 GAplus frá Heimilistækjum
Ostakassi frá Mjólkursamlagi KS
GSM sími frá Símanum
Inneign frá Símanum að verðmæti 4000 kr.
Bóklegt námskeið Ö-1 frá Ökuskóla Skagafjarðar
Flakkari frá Tengli.
2.
sæti
Canon PIXMA iP2600 prentari. Gefandi er Sense ehf.
Eignarbikar frá KLM verðlaunagripum
5000 kr. í peningum
Bókin “Og ég skal hreyfa jörðina” eftir Jón Þorvarðarson
Casio fx-9750 GAplus frá Heimilistækjum
Ostakassi frá Mjólkursamlagi KS
Inneign frá Símanum að verðmæti 4000 kr.
Minniskubbur frá Tengli.
3. sæti
Eignarbikar frá KLM verðlaunagripum
5000 kr. í peningum
Bókin “Og ég skal hreyfa jörðina” eftir Jón Þorvarðarson
Casio fx-9750 GAplus frá Heimilistækjum
Ostakassi frá Mjólkursamlagi KS
Inneign frá Símanum að verðmæti 4000 kr.
Flugmiði fyrir einn fram og til baka frá flugfélaginu Ernir
Minniskubbur frá Tengli.
4. til 16. sæti
5000 kr. í peningum
Bókin “Og ég skal hreyfa jörðina” eftir Jón Þorvarðarson
Casio fx-350 ES frá Heimilistækjum
Styrktaraðilar sem styrktu keppnina með fjárframlögum:
Blönduósbær
Fisk Seafood
Fjallabyggð
Húnaþing vestra
Höfðahreppur
Kaupþing á Sauðárkróki
Landsbankinn á Sauðárkróki
Rammi
Sjóvá-Almennar
Sveitarfélagið Skagafjörður
Sparisjóður Skagafjarðar
Steinull
Verkfræðistofan Stoð
VÍS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.