Staðsetning landsmóts góð viðurkenning þess starfs sem unnið er
feykir.is
Skagafjörður
18.02.2009
kl. 08.35
Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í gær lagði Bjarni Jónsson, VG, fram bókun þar sem hann fagnaði ákvörðun UMFÍ um að 12 Unglingalandsmót UMFÍ yrði haldið á Sauðárkróki.
Sagði Bjarni að 6 aðilar hefðu sóst eftir mótinu og væri staðsetningin hér því viðurkenning á því góða starfi sem íþróttahreyfingin í Skagafirði hefði skilað á undanförum árum. Í niðurlagi bókunnar Bjarna segir. -Þá er íþróttaaðstaða fyrir flestar keppnisgreinar á Unglingalandsmóti með því ákjósanlegasta og íþróttasvæðið sem enn er óskert mun nýtast vel og skapa mótinu veglega umgjörð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.