Sprengidagur í Varmahlíð

Brosandi matseljan hrærir í baunasúpunni góðu

Stelpurnar í eldhúsinu í KS Varmahlíð voru í óðaönn að elda saltkjöt og baunir þegar blaðamann Feykis bar þar að fyrr í morgun. Baunirnar elda þær að alúð og segja að galdurinn við góðan mat sé að vera alltaf í góðu skapi þegar eldað er.

Pétur brosandi við vinnu sína.

Frammi í andyri var Pétur Pétursson, oft kenndur við Álftagerði, að gera við hurð. Ekki ónýtt að láta söngvara vísa sér inn í búðina og skella sér síðan í saltkjöt og baunir fyrir rétt meira en túkall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir