Sparisjóðurinn styrkir Tindastól
Á aðalfundi Ungmennafélagsins Tindastóls á Sauðárkróki 26. febrúar s.l. skrifuðu Kristján Björn Snorrason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Skagafjarðar og Gunnar Þór Gestsson formaður Ungmennafélagsins Tindastóls undir þriggja ára styrktarsamning þar sem sparisjóðurinn leggur fram 1.5 milljónir króna á ári í styrki til félagsins.
75% af styrknum eru eyrnamerkt barna- og unglingastarfi félagsins og er styrknum úthlutað til deilda eftir þeim reglum sem aðalstjórn félagsins vinnur eftir hverju sinni.
Sparisjóður Skagafjarðar hefur verið öflugur stuðningsaðili íþrótta- og menningarstarfs í Skagafirði en þetta er stærsti einstaki styrktarsamningur sem sparisjóðurinn hefur gert, eða samtals upp á 4.5 milljónir á þeim þremur árum sem samningurinn nær yfir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.