Sparisjóður Skagafjarðar í örugga höfn

 Stjórn AFL – sparisjóðs hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 mkr.  Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.

 

 

 Í ljósi þessa hefur stjórn sjóðsins einnig tekið ákvörðun um verulegt varúðarframlag í almennan afskriftareikning útlána.

Þá hefur sjóðurinn möguleika á að styrkja eiginfjárstöðuna enn frekar með því að óska eftir 20% eiginfjárframlagi  frá hinu opinbera.

 

Nú þegar hafa stærstu stofnfjáreigendur tryggt sölu á allri stofnfjáraukningunni eða 500 mkr. og hafa þegar greitt inn aukið stofnfé.  Aðrir stofnfjáreigendur geta nýtt heimild sína til að auka stofnfjáreign sína í sama hlutfalli.

Ljóst er að mikilvægi sjóðsins er mjög mikið bæði í Siglufirði og Skagafirði.  Með þessari aðgerð er verið að treysta verulega rekstur, samkeppnisstöðu og tryggja sjálfstæði elstu peningastofnunar landsins til framtíðar.

 

-Þetta er í raun viðurkenning á tilvörurétti Afls Sparisjóðs og sýnir fram á það að hann fái í framtíðinni að starfa sem sjálfstæður sparisjóður og verði ekki sameinaður öðrum peningastofnunum, segir Kristján Snorrason, sparisjóðsstjóri. -Þetta er jafnframt viðurkenning á því  starfi sem hefur farið fram í þeim sparisjóðum sem að Afl Sparisjóður á í. Það er Sparisjóði Skagafjarðar og Sparisjóði Siglufjarðar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir