Söngskemmtun félags eldri borgara í Skagafirði

Kór félags eldri borgara. Mynd: Hjalti Árna
Kór félags eldri borgara. Mynd: Hjalti Árna

Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun í Frímúrarasalnum á uppstigningardag, 5. Maí klukkan 15. Söngstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og einsöngvari Þorbergur Skagfjörð Jósefsson.

Boðið verður upp á kaffi og vöfflur. Aðgangur er 2000 krónur. Sérstök athygli er vakin á því að kort eru ekki tekin. Einnig er vakin athygli á því að lyfta er í húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir