Sönglög á aðventu - Myndir
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning
14.12.2014
kl. 09.54
Það var þéttsetinn bekkurinn í Menningarhúsinu Miðgarð síðast liðinn föstudag, þegar tónleikar undir yfirskriftinni Sönglög á aðventu voru haldnir þar í fyrsta sinn. Fram kom fjöldi skagfirskra tónlistarmanna en sérstakir gestir voru þau Óskar Pétursson frá Álftagerði og hin ástsæla söngkona Jóhanna Guðrún.
Strengjasveit ásamt þverflautu og trompet lék undir á tónleikunum og meðal söngvaranna var blandaður barnakór úr Árskóla og Varmahlíðarskóla. Jón Hallur Ingólfsson og Óskar Pétursson kynntu dagskrána á gamansaman hátt og óvæntir gestir, sem helst minntu á tvær úr Tungunum, mættu á svið rétt fyrir hlé. Mikil stemning var í húsinu og voru klöppuð upp nokkur aukalög í lokin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.