Söngleikurinn Grease verður sýndur í Miðgarði í kvöld

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting verður á í ár því í kvöld, föstudaginn 12. janúar, ælta nemendur í 8. - 10. bekk að sýna leikritið Grease og er handritið eftir Gísla Rúnar Jónsson en það er Íris Olga Lúðvíksdóttir sem leikstýrir verkinu.

Sýningin verður að sjálfsögðu í Menningarhúsinu Miðgarði og byrjar kl. 19:30. Miðaverð er 3000 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir grunnskólanemendur. Feyki hvetur alla til að fara á sýninguna í kvöld því það er nokkuð víst að þetta verður hin mesta skemmtun.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir