Söngkeppni NFNV í kvöld

Ingunn Kristjánsdóttir, sigurvegarinn frá því í fyrra.

Söngkeppni NFNV verður haldin á sal Fjölbrautaskólans í kvöld  kl. 20:30. Sigurvegari kvöldsins mun síðan keppa fyrir hönd FNV í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í apríl.

 
Það er til mikils að vinna en keppendum okkar hefur oftar en ekki gengið vel í keppninni. Skemmst er að minnast árangurs Ingunnar Kristjánsdóttur fyrir ári síðan er hún hafnaði í öðru sæti aðal keppninnar.

Miðaverð er 500 kr. fyrir meðlimi NFNV og 1000 kr. fyrir aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir