Söngkennsla fullorðinna skorin niður
Fjárhagsáætlun ársins 2009 fyrir Skagafjörð gerir ráð fyrir lækkun vegna fjárveitinga launaliða til Tónlistarskólans um sem nemur 2.668 þús eða 4,1%. Í framhaldi hefur verið tekin ákvörðun um að skera niður söngkennslu fyrir fullorðna.
Skólaárið 2008 - 2009 voru 37 nemendur af 293 í Tónlistarskóla Skagafjarðar fæddir fyrir árið 1991 eða tæp 13% nemenda. Í söngdeildinni eru 16 nemendur þar af eru nemendur eldri en 18 ára 13 talsins eða 81%.
Frá sjónarhóli sveitarfélagsins er aðalástæða niðurskurðarins sú að sveitarfélagið Skagafjörður standi líkt og önnur sveitarfélög á landinu frammi fyrir rekstrarlegum erfiðleikum og nauðsynlegt sé að draga saman í rekstri eininga. Þó hafi verið lög áhersla á að samdrátturinn komi sem minnst niður á grunnþjónustunni heldur beinist fremur að þeim rekstrarþáttum sem ekki teljist til þjónustu við börn og unglinga.
Því var starf söngkennara lagt niður og starf undirleikra lækkaðu úr 100% stöðu niður í 70%. Þá mun skólinn ekki lengur taka þátt í greiðslu vegna tónmenntarkenslu við grunnskólana.
Kennarar við skólann hafa mótmælt niðurskurðinum harðlega og segja hann sorgleg skilaboð inn í sönghéraðið Skagafjörð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.