Sól ég hef sögu að segja þér...
Herra Hundfúlum finnst sumarfrí án sólar vera töluvert tilgangslaust. Það væri því fínt núna að fá svona sextán tommu sól með pepperóni og extra osti.
Fleiri fréttir
-
Rændi skrifblokk af miðasölumanni í Metró
Síðast stoppaði Dagurinn hjá Pálínu Ósk og Ísaki Einars skammt utan við Osló. Við kveðjum þau með virktum og ímyndum okkur að við röltum með bakpokann upp á veg, húkkum okkur far niður á höfn í norsku höfuðborginni og stökkvum síðan um borð í ferju á leið til Kaupmannahafnar. Siglum út lognsléttan og ofurfallegan Oslófjörð í síðdegissólinni, sofum af okkur smá velting á Norðursjónum yfir nóttina og komum síðan óstöðug af sjóriðu í land á Islands Brygge í Köben. Þar tekur Áróra Árnadóttir á móti okkur brosandi og fylgir okkur heim til sín þar sem við getum sest niður og náð áttum. Sem betur fer er stutt heim – hún býr á Islands Brygge.Meira -
Nemó FNV fer með Rocky Horror í Hof
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 19.04.2025 kl. 12.15 oli@feykir.isNemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru heldur betur stórhuga þetta vorið. Nemendafélagið setti upp frábæra sýningu, hryllingssöngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Eysteins Guðbrandssonar, nú eftir áramótin og sýndi í Bifröst við góðar undirtektir eða ellefu uppseldar sýningar. Nú hefur verið ákveðið að setja upp sýninguna í Hofi á Akureyri og sýna dagana 9.-10. maí næstkomandi.Meira -
Kjóllinn týndist á leiðinni til landsins svo þau þurftu að senda nýjan af stað
Dagrún Dröfn Gunnarsdóttir býr á Freyjugötunni á Sauðárkróki og verður fermd í Sauðárkrókskirkju þann 19. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar hennar eru Klara Björk Stefánsdóttir og Gunnar Smári Reynaldsson. Dagrún sagði Feyki frá undirbúningnum.Meira -
„Jú mamma, ég veit að þú átt fleiri sögur í líkamanum þínum“
Sigrún Alda Sigfúsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, örverpið í stórum barnahópi þeirra Sigfúsar og Guðrúnar í Stóru-Gröf syðri. Sigrún flutti til Reykjavíkur þegar hún var 17 ára og hefur búið þar síðan. Í dag býr hún í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldunni sinni. Sigrún er í sambúð með Arnari Jónssyni, verkefnastjóra og eiganda fyrirtækisins Parallel. Saman eiga þau þrjú börn, Rebekku Eik sem er 7 ára og tvíburadrengina Jón Ými og Sigfús Orra sem eru 4 ára. „Við Arnar ætlum loksins eftir tíu ára samband að ganga í hjónaband í sumar og ætlum að sjálfsögðu að gera það á fallegasta staðnum, Skagafirði.“ Sigrún er talmeinafræðingur sem gaf nýverið út bók sem hugsuð er til að auka orðaforða barna í gegnum sögulestur. Feykir spjallaði við Sigrúnu um nýju bókina og lífið.Meira -
Langar í Pug-hund í fermingargjöf
Rebekka Kristín Danielsdóttir Blöndal verður fermd þann 26. apríl í Blönduóskirkju. Rebekka Kristín býr á Melabrautinni á Blönduósi og eru foreldrar hennar Gígja Bl. Benediktsdóttir og Daniel Kristjánsson. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.