Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði laugardaginn 13. ágúst
Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 13. ágúst. Þetta árið verður gestum og gangandi boðið í Geldingaholt klukkan 14:00 þar sem Helgi Hannesson leiðsögumaður segir frá atburðum frá Sturlungaöld sem tengjast staðnum og fleiru. Bærinn er rétt norðan við Varmahlíð.
Um kvöldið verður Ásbirningablót í Kakalaskálanum í Kringlumýri klukkan 20:00. Þar mun Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytja erindi sitt, Hvað gerðist í raun og veru á Sturlungaöld? – frá atburði á kálfskinn til nútíma. Kvæðamannafélagið Gná mun kveða af sinni alkunnu snilld og í boði verður hlaðborð með kræsingum í miðaldastíl frá Hótel Varmahlíð.
Miðaverð á blótið er 6.500 kr og pantanir á Hótel Varmahlíð í síma 453 8170 fyrir klukkan 18:00 föstudaginn 12. ágúst.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.