Söfnunardagur fyrir Bernharð Leó og fjölskyldu
Nú hafa Hard Wok hjónin beðið okkur að taka frá miðvikudaginn 20. mars, þegar þau ætla að halda söfnunardag fyrir Bernharð Leó og fjölskyldu. Bernhard Leó er ungur Skagfirskur baráttumaður frá Laufskálum í Hjaltadal sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm.
Þeim á Wok langar að gefa Bernharð og fjölskyldunni sölu eins dags. Boðið verður upp á hamborgara, franskar og kokteilsósu sem þau selja á 2500 kr. og mun öll salan renna til fjölskyldunnar. Þau vona að sem flestir mæti og fái sér hamborgara og leggi fjölskyldunni lið í leiðinni. „Eitt af því besta við að búa í Skagafirði og að vera Skagfirðingur er að við stöndum saman í blíðu og stríðu,“ segja Árni og Ragga í tilkynningunni á Facebook.
Þegar nær dregur viðburðinum verður auglýst reikningsnúmer ef fólk á ekki heimangengt í borgara en vill leggja málefninu lið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.