Soccerade mótinu lokið - Tindastóll tapaði síðasta leiknum.
Á laugardag lék Tindastóll sinn síðasta leik í Soccerade mótinu en þá var leikið um sæti. Tindastóll lék við Þór 2 og tapaði leiknum 3-2.
Byrjunarlið var eftirfarandi: Arnar Magnús í markinu, Snorri og Hallgrímur voru í bakverðinum og Bjarki og Siggi jr. í miðverðinum. Árni Einar enn sem fyrr djúpur á miðjunni og fyrir framan hann þeir Konni og Sævar. Bræðurnir úr Lerkihlíðinni þeir Árni og Atli á köntunum og síðan Fannar Freyr á toppnum.
Þórsarar voru klárlega betri aðilinn í fyrri hálfleik en okkar menn tóku sig á í þeim seinni og spiluðu hann ágætlega. Það má þó segja að úrslitin hafi verið sanngjörn og Þórsliðið ýfið sterakara í leiknum þó svo enginn stórmunum hafi verið á liðunum.
Gísli Rúnar var einn að þeim sem kom inná í leiknum, en pilturinn sá dvaldi ekki sérlega lengi inná vellinum því hann uppskar rautt spjald á um 70. mínútu eftir að hafa brotið á andstæðing sínum. Það er mikill kraftur í drengnum og skapið aldrei langt undan. Það hlýtur hann að hafa úr móðurættinni því faðir hans, Óskar Björnsson, fékk aldrei spjald á sínum ferli og var yfirmáta rólegur leikmaður. Gísli er líka klárlega fljótari en faðir hans var.
Fannar Freyr skoraði gott mark og hefur nánast settt mark í hverjum leik í Soccerade mótinu og hitt markið skoraði Sævar eftir klafs í teignum.
Soccerade mótið hefur verið fín æfing fyrir ungu strákana og vonandi hafa þeir lært á þessu. Nú verður nokkur hvíld á milli móta en Lengjubikarinn hefst um miðjan mars.
Texti: Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.