Snorri Geir frá í um 6 vikur.

Mynd: Tindastóll.is

Frá því segir á Tindastólsvefnum að Tindastóll hafi orðið fyrir áfalli sl. föstudag þegar Snorri Geir Snorrason meiddist á æfingu.  Í fyrstu var óttast að hann hefði slitið hásin en við skoðun var staðfest að hásinin hefði rifnað en ekki slitnað. 

 

 

 

 

Þetta þýðir að kappinn er úti í um 6 vikur og er það slæmt þar sem hann hefur verið að spila vel í undanförnum leikjum. 

 Nk. laugardag eiga Tindastólsmenn leik við KS/Leiftur í Lengjubikarnum á Akueyri og hefst hann kl. 17:00. Þessi leikur er mikilvægur fyrir Tindastólsliðið en það er ósigrað í þessari keppni og á mikla möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir