Snjóruðningstæki lenti utanvegar
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2009
kl. 20.31
Snjóruðningstæki skemmdist mikið í morgun þegar það lenti utan vegar ofarlega í Norðurárdal í Skagafirði.
Talið er að snjótönn tækisins hafi krækt í vegrið með þeim afleiðingum að það snérist og valt. Engin slys urðu á fólki.
Myndirnar tók Sverrir Karlsson
Fleiri fréttir
-
Vel heppnað Páskamót PKS
Það er hefð fyrir því hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar að halda Páskamót PKS og fór það fram þann 18. apríl, föstudaginn langa, í aðstöðunni á Króknum. Alls voru skráðir 25 þátttakendur til leiks og var spilað í fimm riðlum. Eftir riðlakeppnina var raðað í A og B úrslit sem var spilað með útslætti. Þrír efstu í hverjum riðli spiluðu í A úrslitum en aðrir fóru í B úrslit. Margir hörkuleikir litu dagsins ljós og réðust undanúrslitaleikir í oddaleggjum.Meira -
Grátlegt tap á móti Þór/KA
Stólastelpur spiluðu sinn annan leik í Bestu deildinni í gær í Boganum á Akureyri á móti sterku liði Þórs/KA. Úrslit leiksins voru hins vegar sorgleg fyrir okkar stelpur sem töpuðu leiknum 2-1. Þegar þessi lið mættust síðast áttu Stólastelpur engan séns og fengu níu mörk á sig en annað var uppi á teningnum í gær. Donni, þjálfari stelpnanna, segir í samtali við visir.is að þær hafi verðskuldað sigur í leiknum miðað við vinnuframlagið, baráttuna og færin og algjört bull að Þór/KA hafi unnið leikinn.Meira -
Jólin heima er framúrskarandi verkefni á sviði menningar
Verkefnið Jólin heima, sem hefur fest sig í sessi sem árviss menningarviðburður í Skagafirði, hefur verið valið Framúrskarandi verkefni ársins 2024 hjá SSNV. Tónleikarnir, sem leiddir eru af Jóhanni Daða Gíslasyni, hafa skapað sér sérstakan stað í hjörtum heimamanna.Meira -
Eitt stig komið á Krókinn
Það var heldur betur veisla í Síkinu í gær þegar Stólarnir mættu Álftnesingum í fyrsta einvígi liðanna í 4-liða úrslitum. Það var von á leik sem enginn körfuboltaáhugamaður vildi missa af því þegar þessi tvö lið hafa mæst í vetur hafa verið hörkuleikir þar sem Tindastóll vann fyrri leikinn 109-99 í lok nóvember en síðari leikurinn fór 102-89 fyrir Álftanes í lok febrúar. En það var því miður ekki raunin því Stólarnir voru með tökin á leiknum allan tímann og unnu sannfærandi sigur, lokatölur 100-78.Meira -
Forsala hefst á morgun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.04.2025 kl. 22.29 gunnhildur@feykir.isÞann 23. október sl. hefði Stefán R. Gíslason tónlistarkennari, kórstjóri og organisti í Varmahlíð orðið sjötugur. Þann sama dag sagði sr. Gísli Gunnarsson á Hólum frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði ákveðið, í samráði við fjölskyldu Stefáns, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Nú hefur verið ákveðið að halda tónleika í fjáröflunarskyni fyrir sjóðinn.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.