Snjórinn er sumum gleðigjafi
„Það er alltaf gleði og gaman hjá ungu kynslóðinni þegar fyrsti snjórinn kemur, þó að þeir fullorðnu séu ekki alveg eins glaðir,“ segir í frétt á heimasíðu Varmahlíðarskóla sem birtist sl. mánudag eða í kjölfar sunnudagsskellsins. Það var því ákveðið að nýta snjógleðina með nemendum í 3. og 4. bekk og farið út í snjóhúsagerð.
„Snjórinn var kannski ekki alveg nógu mikill til þessa að gera fullkomið snjóhús en samt var hægt að gera veggi, inngang og pæla í hvernig snjóhúsið ætti að líta út; ferningur, hringur eða þríhyrningur í laginu. Nemendur skemmtu sér afar vel við þessa iðju og gaman að sjá hversu ríkt ímyndunarafl nemendur geta haft þegar efniviðurinn er rýr.“
Fleiri myndir frá snjóhúsagerðinni má sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.