Snjólaug setur nýtt Íslandsmet
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
24.08.2015
kl. 09.03
Snjólaug M. Jónsdóttir, úr Skotfélaginu Markviss, setti nýtt Íslandsmet í Ladies International Grand Prix keppninni leirdúfuskotfimi á Álandseyjum sl. föstudag þegar hún náði 55 stigum.
Snjólaug keppti ásamt þremur öðru íslenskum skotkonum, þeim Helgu Jóhannsdóttur, Dagnýju Huld Hinriksdóttur og Árnýju G. Jónsdóttur. Meðal keppenda eru landsliðskonur frá Ítalíu, Finnlandi, Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð.
Snjólaug var í 10. sæti eftir daginn með 55 stig og færðist upp um flokk, Helga var í 17. sæti með 48 stig, Dagný í 18. sæti með 45 stig og Árný í 22. sæti með 32 stig.
Skytturnar þrjár eru með síðu á Facebook sem hægt er að skoða hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.