Skora á ráðherra að afturkalla reglugerð um bann við dragnótaveiðum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.07.2010
kl. 13.27
„Um leið og Samtök dragnótamanna mótmæla framkominni reglugerð um takmarkanir á vistvænum strandveiðum í dragnót skora þau á þig að draga hana til baka," segir í bréfi sem Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var sent í morgun.
Þar sagði einnig: „Með meðfylgjandi bréfi (sjá viðhengi) vilja Samtök dragnótamanna freista þess að afstýra atvinnuleysi fjölda manns á Norður- og Austurlandi. Um leið vilja þau koma í veg fyrir að útgerð þeirra fáu skipa, sem eftir eru af gamla vertíðarflotanum á þessu svæði, leggist af. Þá munu fyrirhugaðar takmarkanir á veiðum með dragnót draga verulega úr nýtingu flatfiskstofna með tilheyrandi samdrætti útflutningsverðmæta."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.