Skólabörn frá Blönduósi heimsóttu Borealis Data Center

Nemendum Húnaskóla á Blönduósi við gagnaver Boralis Data Center. MYND AÐSEND
Nemendum Húnaskóla á Blönduósi við gagnaver Boralis Data Center. MYND AÐSEND

Í tilefni af Norrænu gagnaversvikunni heimsóttu 12-13 ára nemendur Húnaskóla ásamt kennurum sínum gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi. Var þetta tækifæri fyrir nemendur að fá innsýn í heim gagnavera og kynna sér hlutverk þeirra í hinum stafræna heimi.

Norræna gagnaversvikan var haldin dagana 23.-27. september og er hún samstarfsverkefni Norrænna gagnavera sem kynntu starfsemi sína fyrir almenningi. Viðburðir á Norðurlöndum fóru fram í síðustu viku þar sem störf gagnavera voru kynnt og dyr opnaðar fyrir almenningi. Er þetta liður í að kynna framlag greinarinnar til stafrænnar væðingar og sýna fram á þau fjölbreyttu störf sem í boði eru.

Nemendurnir fengu leiðsögn um Borealis Data Center, þar sem þau lærðu hvernig gagnaver virka og hvernig þau styðja við allt frá skýjalausnum til gervigreindartækni. Þau kynntust einnig tækjum og skynjurum sem tæknimenn gagnavera nota.

Að lokinni heimsókn í gagnverið heimsóttu nemendur einnig Blönduvirkjun þar sem þeir fengu að fræðast um endurnýjanlega orku. Landsvirkjun stóð fyrir þessum hluta ferðarinnar og varpaði ljósi á hvernig sjálfbærni er samþætt í starfsemi gagnaveraiðnaðarins.

Borealis Data Center leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera á norðurslóðum en fyrirtækið rekur rekur þrjú gagnaver hér á landi, á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík og einnig í Finnlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir