Skoða byggingu hótels á Skagaströnd
Sveitastjórn Skagastrandar hefur ákveðið að leita eftir upplýsingur og lausnum samhliða því að kanna möguleika á fjármögnun og samstarfsaðilum um byggingu hótels á Skagaströnd.
Atvinnuráðgjafi Skagastrandar hefur þegar unnið skýrslu um málið þar sem gerð var viðskiptaáætlun um hagkvæmi þess að reka hótel á Skagaströnd og eins markaðslegar
forsendur fyrir slíkum rekstri. -Það hefur lengi verið til umræðu hér hjá okkur þessi algjöru skortur á gistirými sem síðan veldur því að ekki er hægt að ástunda ferðamennsku. Þarna var um að ræða frumkönnun á málinu og er skýrslan því ekki á nokkrun hátt stefnumarkandi heldur eru menn einungis að kanna málið, segir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd. Aðspurður segir Magnús að erfitt sé að fara í þarfagreiningu um málið enda sé ferðaþjónusta lítið stundum á Skagaströnd. -Við gerum ráð fyrir að hægt sé að auka straum ferðamanna hingað með byggingu hótels líkt og gert var á Rangá og Búðum sem hvort tveggja eru glæsileg hótel í dreifbýli. En næsta skref er að kanna hvort þetta er yfirhöfuð mögulegt bæði hvað varðar fjármögnun á verkefninu og eins hvort einhverjir samstarsaðilar eru til staðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.