Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir
Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Í síðasta tölublaði Sjónhorns birtist Páskadagskráin í Skagafirði og einnig er að finna upplýsingar um viðburði og opnunartíma um páskanna í Glugganum í Austur-Húnavatnssýslu og Sjónaukanum í Húnaþingi vestra
Skíðasvæðið í Tindastól verður opin frá kl. 11-16 í dag og verður tónlist í fjallinu með skosku þema, troðin hefur verið frábær göngubraut, töfrateppið er í gangi og Crazy roller á svæðinu.
Í Fellskirkju hefst guðþjónusta kl. 11, fermingarmessa verður í Holtastaðakirkju í Skagastrandarprestakalli kl. 13. Á sjúkrahúsinu á Blönduósi verður guðþjónusta kl. 16 og helgistund með altarisgöngu verður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga kl. 17 í dag. Í Hvammstangakirkju verður messa kl. 20 í kvöld. Kvöldmessa verður í Víðimýrarkirkju kl. 20 í kvöld og skírdagstónleikar með Hrafnhildi Ýr kl. 20:00 í Sauðárkrókskirkju, þar sem atburða skírdagskvölds verður minnst með óhefðbundinni altarisgöngu í hléi.
Norðurhvelsmót í FIFA hefst kl. 16 á Kaffi Krók. Á sama tíma hefst sýning á Kung Fu Panda 3 í Króksbíó en kl. 20 í kvöld verður sýnd þar myndin Batman vs. Superman og hefst hún kl. 20.
Kvennatölt Norðurlands hefst í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 18.
Í Félagsheimilinu á Blönduósi verður Páskatrall og opnar húsið kl. 19:30. Boðið verður upp á páskabingó, afmælisdagalottó, happdrætti, trall og fjölskyldudiskó.
Í kvöld verður svo opið á Microbar frá kl. 21 fram að lögbundinni lokun.
Sundlaugarnar á svæðinu eru opnar alla páskahelgina. Í dag er opið frá kl. 10 til 17:30 á Sauðárkróki, frá kl 12-1730 á Hofsósi og frá kl. 10-15 í Varmahlíð. Sundlaugin á Blönduósi er opin í dag frá kl. 10 til 16 og sami opnunartími er í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.